Nexium aukaverkanir

Hef verið með bakflæði (acid reflux) síðan í október með tilheyrandi óþægindum í öndunarvegi. Fór í magaspeglun í janúar er með svokallað sliding hiatus hernia, þar sem þindin er slitin. Var settur á Nexium, hef tekið eina 40mg á dag í meira en mánuð og er byrjaður að vera mjög aumur fyrir neðan bringubeinið. Hef breytt matarræðinu algerlega en virðist aldrei vera að losna við þetta. Áður en ég byrjaði á Nexium fann ég aldrei þessi einkenni fyrir neðan bringubein, bara bruna í öndurarvegi. Er farinn að missa trúna á að þetta lyf sé að virka og meltingarsérfræðingurinn lætur bara ekki ná í sig, Hef marg oft hringt og hann hringir ekki til baka, Ætti ég að leita eitthvað annað og fá annað álit því þetta er farið að trufla líf mitt alltof mikið.

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Einkenni bakflæðis geta komið fram á ólíkan máta og meðal annars sem einkenni við bringubeinið. Til eru margskonar lyf við bakflæði og mögulega getur verið að það þurfi að breyta eitthvað lyfjunum hjá þér. Líklega er því best að leita til læknis. Ef þú nærð ekki sambandi við meltingarsérfræðinginn skaltu ráðfæra þig við heimilislækni.

Ef þig vantar frekari upplýsingar um bakflæði er ágætt að lesa þessa grein. 

Gangi þér vel