Nenni ekki blæðingum…

Góðan daginn, ég er komin yfir þrítugt og á 3 börn og ætla ekki að eignast fleiri.
Mig langar að geta sleppt smoknum eða einhverjum hormonalykjum eða pilum en verið 100% að verða ekki ólétt og svo nenni ég ekki blæðingum lengur….
Hvað get ég gert til að fara aldrei aftur á blæðingar?

Kv.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Ég hvet þig til þess að panta tíma annað hvort hjá heilsugæslulækni eða kvensjúkdómalækni og fara yfir þá valkosti sem þér standa til boða.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur