Neiðarpillan eða ekki?

Ég tek pilluna mína vanalega kl 11 á kvöldin en gleymdi því á miðvikudaginn og tók hana því á fimmtudagsmorguninn um leið og ég vaknaði (um kl 7). En svo á föstudaginn (í gær) svaf ég hjá kærastanum mínum án smokks. Núna eru komnir ca 19 klukkutímar síðan. Ætti ég ekki að hafa neinar áhyggjur því að pillan var enþá virk eða ætti ég að drýfa mig upp á heilsugæslu og fá neiðarpilluna?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Pillan er enn örugg ef minna en 12 tímar eru frá því að hún átti að vera tekin.  Ef meira en 12 tímar hafa liðið er öryggið minna. Þú ættir því ekki að þurfa að hafa áhyggjur af þungun. Ef þetta gerist er mikilvægt að taka pilluna um leið og það uppgötvast eins og þú gerðir. Síðan er næsta pilla tekin á sama tíma og venjulega.

Gangi þér vel