Nefrennsli við hreyfingu

ég stíflast allur upp þegar ég hreyfi mig eða nefrennsli þegar mér verður heitt. ég finn ekki lykt lengur
Hef prufað nefsprey en það virkar voða illa

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Þessi óþægindi gætu stafað af ofnæmisbólgum í nefi með nefbólgusepum og ég ráðlegg þér að fara til háls, nef og eyrnalæknis, til að fá sjúkdómsgreiningu og ráðleggingar um meðferð. Læknirinn getur þá einnig metið hvort ástæða sé til að fjarlægja sepa úr nefholi ef þeir eru til staðar.

Gangi þér vel