Náttúrulyf gegn bólgum

Virka e-r náttúrulyf gegn bólgumynduní líkamanum eða minnka/eyða þeim sem fyrir eru?
Getið þið bent mér á gott efni um náttúrulyf og fæðubótarefni á vefnum; íslenskt eða enskt?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Það verður að segjast eins og er að náttúrulyf og verkun þeirra er ekki okkar sérgrein. Það eru til ýmis náttúrulyf eins og túrmerik og engifer sem hafa bólgueyðandi verkun og um að gera að prófa sig áfram með þau. Varðandi frekari upplýsingar um hvað gæti hentað best í þínu tilfelli og hvar frekara lesefni er að finna ráðlegg ég þér að snúa þér til grasalækna eða heilsubúða því þar er sérþekkingin í þessum málum.

Gangi þér vel