Náladofi og vöðvakippir

Sæl/ll

Ég er 22 ára kona í krefjandi námi og undir miklu álagi.
Fyrir ári síðan byrjaði ég að fá náladofa í andlitið sem „skreið“ niður kinnarnar mínar. Þetta var ekki eins og svona stigandi náladofi sem maður fær studnum í fæturnar heldur meira eins og „tingle“.

Þetta minnkaði svo og hvarf næstum alveg. Nú fyrir mánuði síðan versnaði þetta hins vegar aftur nema í fótunum og höndunum. Ég byrjaði að fá verk í fingurna og lærin. Þessa dagana er ég standslaust með náladofa í fótum, fingrum, smá á höfuðsvæðinu og fæ eins og litla krampa í vöðvana í fótum, í hálsi og annars staðar.

Gætu þessi einkenni verið vegna streitu?

 

 

Sæl

Takk fyrir fyrirspurnina

Einkenni streitu geta verið mörg og mismunandi á milli einstaklinga. Þú ert að lýsa einkennum sem gætu tengst streitu en mikilvægt er að útiloka aðrar orsakir og því ráðlegg ég þér að hafa samband við heimilislækni.

 

Gangi þér vel.