Náladofi í höndum og fótum

Hvað er til ráða

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er rétt að leiðbeina þér að sá sem er með stöðugan dofa eða náladofa í höndum og fótum ætti að fara til læknis og fá sjúkdómsgreiningu og meðferð.

Orsakir svona náladofa geta verið fjölmargar, bæði tiltölulega meinlausar en einnig alvarlegs eðlis. Þær geta verið bundnar við úttaugakerfið eða miðtaugakerfið.

Ef að þú ert að fá þetta í suttan tíma og sjaldan þá ættir þú ekki að þurfa að leita til læknis. En varðandi ráðin eru þau nú ekki mörg, Sumum finnst gott að nudda dofna svæðið með gaddabolta/-rúllu til að losna við pirringinn sem oft fylgir dofanum. Slíka bolta er hægt að kaupa víða, t.d. á mörgum sjúkraþjálfunarmiðstöðvum, íþróttamiðstöðvum, íþróttaverslunum og verslunum með hjálpartæki.

Gangi þér vel,

Bylgja Dís Birkisdóttir
Hjúkrunarfræðingur