Náladofi

Góðan daginn

Langar að forvitnast um hvað/hvort ég geti gert eitthvað í sambandi við náladofa og hvort ég þurfi að hafa áhyggjur.
Ég vakna s.s. á hverjum morgni með náladofa í höndunum – það er ekki þannig að ég liggi á höndunum. Þetta byrjaði bara í annarri höndinni en hefur ágerst og er nú í báðum höndum og stundum það mikið að ég missi tilfinningu í fingrunum og get t.d. ekki slökkt á vekjaraklukkunni í símanum. Þetta er mjög óþægilegt og væri gott að geta losnað við þetta.
mbk

 

Sæl.

Þessi óþægindi sem þú ert að lýsa eru dæmigerð fyrir þau einkenni sem koma fram þegar þrýstingur myndast á taugar. Eins og flestir kannast við geta hinar ýmsu stellingar valdið þessu m.a. þegar sofið er með hendur upp fyrir höfuð. Í kjölfarið getur fylgt máttleysi í vöðvanum en hvor tveggja gengur yfir á mjög skömmum tíma. Ef þetta er að koma án eðlilegrar útskýringar eða dofinn hverfur ekki fljótlega eftir að þú vaknar og ferð að nota hendurnar, bendi ég þér á að leita til læknis.

Bestur kveðjur