Næturvaktir og meltingakerfi

Góðan daginn.

Ég er með eina spurningu eða vanda sem vonandi þið getið hjálpað mér með.

Undanfarið hef ég tekið eftir að hægðirnar mínar innihalda stundum svona litla hvíta mola í þeim, kannski á stærð við sólblómafræ, stundum minni og stundum aðeins stærri.
Og þetta gerist yfirleitt þegar ég er að vinna á næturvöktum.
Enn þegar næturvaktirnar eru búnar ( Vinn í viku og frí í viku ) þá yfirleitt hverfur þetta á öðrum frídegi mínum.
Er ekki með neina magakrampa eða neitt svoleiðis og líður bara mjög vel þegar ég er að vinna þessar næturvaktir.

Ég hef reynt að leita svara á netinu enn finn ekki neitt.
Er þetta eðlilegt eða ætti ég að leita til eithvers læknis?
Ég er að vera 24 ára karlkyns.

 

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Það tekur fæðuna að meðaltali 40 klst að skila sér aftur út sem hægðir eftir að henni hefur verið neytt. Líklegast er þetta eitthvað sem þú hefur borðað sem hefur ekki melts að fullu. truflun á hægðum getur verið eðlileg í vaktavinnu. Bæði raskast  matmálstímar og eins er ristlinum eðlilegast að hvíla á nóttunni. Passaðu að drekka vel á vaktinni og fylgstu með hvað þú lætur ofan í þig en stundum borðar maður annan mat á næturvöktum en á daginn. Ef þetta lagast ekki eða þú finnur ekki smahengi milli þess sem þú borðar og hægðanna getur þú leitað til þíns heimilislæknis.

 

Gangi þér vel