myndun blóðtappa?

sæl/l ég hef haft svakalegan verk sem svona kemur og fer í lærinu. Þegar ég sest niður fæ ég verk í framanvertlærið eins og einhver sé að stínga hnífi í lærið, svo þegar ég hleyp þá fæ ég verk þegar ég legg þunga á fótinn. Ég fór til sjúkraþjálfara og hann var ekki viss hvað þetta var og giskaði á streytu eða of mikið álag því ég æfi fótbolta. En ég bara veit að þetta tengist því ekki því það er eins og þetta sé í beininu eða eitthvað svo sá ég í fréttum að það var kona sem fékk blóðtappa í hægri læri eftir að hafa byrjað á pillunni og lýsti þessu nákvæmlega eins og verkurinn minn er, ég er nýbyrjuð á pillunni og hef verið í svona 4-5 mánuði á henni og þá kom þessi verkur í hægri lærið mitt svo hvað haldið þið?

kveðja

Sæl

Ef þig grunar að þú gætir mögulega verið með blóðtappa þá ráðlegg ég þér að hafa strax samband við heimilislækni sem myndi þá senda þig áfram til sérfræðings ef hann teldi þörf á. Yfirleitt er framkvæmd ómskoðun og teknar blóðprufur til þess að greina úr slíku. Blóðtappar í bláæðum myndast oftast í fótum eða handleggjum og einkenni vegna þeirra eru meðal annars bólga, roði, hiti og sársauki, en þessi einkenni líkjast oft einkennum sýkingar og netjubólgu (e. cellulitis). Ef blóðtappi myndast í slagæð í fæti verður ekki nægt blóðflæði til útlimsins. Við það tapast tilfinning og hreyfigeta í fæti, fóturinn hvítnar og verður aumur og sjúklingur getur orðið mjög kvalinn.

Ef verkirnir aukast ráðlegg ég þér að fara beint á bráðamóttöku.

Gangi þér vel