Munnur

Tók eftir því í dag að æðarnar undir tungunni væru óvenjulega þykkar og sjáanlegar að mínu mati, og mjög bláar. Er þetta eitthvað sem þarf að hafa áhyggjur af? Ég hef tekið í vörina en stuttu seinna eftir að ég hætti því sá ég að tóbakið var búið að rífa tannholdið, og liggur við að það sést í rótina á einni tönninni, og efst er lítill hvítur blettur. Grær tannholdið sjálft aftur seinna?

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Stórar og bláar æðar undirtungu er ekki merki um neitt slæmt, æðarnar þar sjást misvel rétt eins og annars staðar í líkamanum.

Sár í tannholdi  grær yfirleitt fljótt og vel af sjálfu sér. Þó getur þurft sýklalyf og/eða munnskol ef sýking kemst í sárið. Hins vegar getur tannholdið rýrnað bæði með aldri og við munntóbaksnotkun.  Yfirleitt er það varanlegt. Mikilvægt er að hirða vel um tennur og fara reglulega til tannlæknis og fá aðstoð og/eða ráðgjöf um hvernig best sé að  bregðast við.

Gangi þér vel