Mjög rautt andlit við áreynslu!

Hæhæ ég er 16 ára stelpa og var að velta því fyrir mér afhverju sumir verða mjög rauðir í andlitinu eftir áreynslu en aðrir ekki? Ég verð nánast fjólublá eftir mikla áreynslu á æfingum og þegar liturinn dofnar þá breytist það í rauða flekki. Ég hef verið svona síðan ég var krakki.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Við áreynslu, hita, stress og streitu losnar hormón sem heitir histamín og er það það sem veldur þessu roða. Það er einstaklingsbundið hversu mikið við framleiðum af histamíni. Lítið er við þessu að gera og ekkert hættulegt.

Vona að þetta komi að gagni.

 

Gangi þér vel.