Mjög miklar blæðingar

Góðan daginn,

Síðan ég átti barnið mitt fyrir 9 árum, hef ég alltaf verið á miklum blæðingum mánaðarlega.
Ég er alltaf á reglulegum blæðingum og tíðarhringurinn er 26 dagar. Þessum blæðingum fylgja alltaf einhversskonar kekkir.
Núna í dag er ég á svo miklum blæðingum að mér er gjörsamlega að blæða út. Ég þarf að skipta um dömubindi á hálftíma fresti og er þá dömubindið stútfullt af blóði, núna koma líka með stórir blóðkekkir. Ég er ekki að missa fóstur, ég veit það 100%.
Ég er að taka inn töflur sem eiga að minnka blæðingarnar en það er greinilega ekki að virka í þetta skiptið.
Mér þætti vænt um að fá svar við hvort það er eitthvað hægt að gera við þessu.
Ég get ekki verið á hormónalyfjum þannig að ekki benda mér á pilluna eða lykkjuna.
Með fyrirframþökk.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Þú skalt ræða betur við lækninn sem skrifaði upp á lyfin sem þú ert að taka og eins tel ég ráðlegt að þú farir í viðtal og skoðun hjá kvensjúkdómalækni.

Gangi þér vel