Mjög Mikil Magavandamál !

Góðan Daginn

Ég er í 10 bekk og fékk árið 2013 vírusinn Einkirningssótt en hef alltaf verið frekar skrýtinn í maga alla mína ævi.

En það byrjaði allt núna eftir vírusinn en mjög oft þegar ég borða einhverja fæðu þá fæ ég í magann.Oft kemur það eftir að ég drekk Coca Cola eða pítsur. Ég fæ samt ekki brjálaða magaverki, heldur finn ég að ég þarf á salernið að kúka, það er alveg eðlileg skita þar og allt í lagi. Svo eftir það þá fæ ég bara uppúr þurru brjálaða þörf að kúka og þarf að hlaupa á klósettið.Þá er kúkurinn orðinn blautari en ekki alveg blautur. Eftir það líður kannski 15 mín og alveg hátt uppí klukkutíma og þá þarf ég aftur, en þörfin er miklu meiri en fyrr. Svo kemur fjórða skiptið og varla þarf ég að lýsa því nema oft er kúkurinn orðinn að vökva og ekkert hart kemur, Og meðal annars koma verkir eftir hverja einustu rembingu, þá svíður mig í endaþarmsgatið og verður illt, það eru líka miklir verkir í maga á meðan skitan er í gangi,en fer svo þegar ég á lítið eftir.

Ég hef byrjað nýlega að prófa að fá mér lyf við bakflæði og það hefur alltaf virkað. Við héldum fyrst að þetta væri laktósaróþol, en ég get borðað samlokur með osti og pylsur með osti, ég get líka drukkið Coke í dós eða gleri og ekkert gerist, en um leið og ég fæ mér úr flösku enda ég strax á salerninu og verkirnir koma.

Ég hef verið með magakrampa síðan í 7.bekk eða rúm 3 ár,  ég hef ekki fengið mikla magakrampa síðan ég var með vírusinn í október – nóvember 2013,Ég fæ stundum svona mjög littla en það er ekki nærri því jafn vont.

Ég fór til læknis haustið 2014, hann sendi mig í blóðprufu og fannst ólíklegt að ég væri með ristilsbólgu. Satt að segja veit enginn læknir sem við höfum skoðað þetta með hvað er að.

Ég er að vonast eftir því að þið getið hjálpað mér þar sem að ég er kominn með meira en nóg af þessu og ég hata þetta !

Kv.

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Magavandamál og óþægindi frá meltingarvegi geta verið mjög erfið viðureignar því það getur tekið langan tíma að finna út hvað veldur og þar ert þú sjálfur í lykilhlutverki að þreifa þig áfram með það hvað þú þolir  að borða og hvað ekki.

Þú nefnir ekki hverskonar lækni þú hefur farið til en ef þú ert ekki búinn að fara til meltingarsérfræðings þá mæli ég með því að þú prufir það.

Þú getur vel verið með óþol/ofnæmi fyrir einhverju öðru en laktósa til dæmis hveiti (glúteini). Ef þú vilt athuga það þá þarftu að vera mjög duglegur að lesa utan á umbúðir og kynna þér vel innihaldið í öllu sem þú borðar. Það þarf að pufa svona í amk 1 viku ef það á að finnast marktækur munur.

Ýmsir grasalæknar og hómopatar hafa hjálpað fóki með meltingarvandamál en ég ítreka að þú verður að hafa farið til meltingasérfræðings og útiloka að um eiginlegan sjúkdóm sé að ræða fyrst

Gangi þér vel