Mirena hormónalykkjan og blæðingar

Ég er 44 ára og er búin að vera á Mirena hórmónalykkjunni í 4 ár. ( á að duga í 5 ár )
Allt í einu fékk ég blæðingar sem hafa staðið i rétt rúml. viku, reyndar í kjölfarið á aktivu kynlífi.
Er þetta eitthvað sem ég þarf að hafa áhyggjur af og hvernig er það, er getnaðarvörnin sem slík eitthvað að minnka ?

Takk fyrir

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Samkvæmt fylgiseðli lyfsinskemur fram að Mirena hefur ekki áhrif á tíðahringinn. Mirena getur breytt tímabili blæðinga svo að fram komi blettablæðingar (minni blæðingar), styttri eða lengri tíðablæðingar, minni eða meiri eða alls engar blæðingar.

og

Hvenær þarf að leita læknis?  Athuga þarf Mirena 4-12 vikum eftir uppsetningu og síðan reglulega einu sinni á ári.

Auk þess þarf að hafa samband við lækninn í eftirfarandi tilfellum:

 Ef blæðingar breytast skyndilega (ef þú t.d. hefur litlar eða engar blæðingar en byrjar síðan að fá stöðugar blæðingar eða verki, eða ef þú færð miklar tíðablæðingar) 

Því ráðlegg ég þér að heyra í lækni og fá skoðun

Gangi þér vel