Minnkandi sæði

Var að lenda í þvi að sæðismagn hefur minnkað um Meira en helming.
Hvað getur valdið þessu ?

 

Sæll.

Það er eðlilegt að einhverjar  sveiflur geti verði á sæðisvökvamagni og áferð á milli tímabila.Það þarf líka nokkurn tíma,allt að sólarhring að framleiða fullan skammt af sæðisvökva aftur og ef stutt er á milli sáðláta er eðlilegt að magnið minnki.  Meðalsæðisvökvi er milli 2-5 mL ,sem sagt bara hálf til ein teskeið,en aðeins 1-10% þess er sæðisfrumur en restin er vökvi sem kemur úr kirtlum og er notað til að flytja sæðifrumurnar auðveldar á milli og sem næringarefni. Þessar breytingar á sæðisvökva eiga ekki að endurspegla frjósemi.

Ef þér finnst magnið vera óeðlilega lítið í  lengri tíma, en þú getur mælt það með að fá sáðlát í smokk, getur þú leitað til þíns læknis og rætt þetta mál við hann.

 

Gangi þér vel