Millirifjagigt

Hæ, ég er 13 ára gömul og er með rosalega verki á milli brjóstkassans og rétt fyrir neðan rifbeinin, ég sagði mömmu frá þessu og hún segir að það sé ekkert hægt að gera í þessu, ég reyni að forðast mikla hreyfingu og að anda djúpt því það er svo vont ég er búin að vera með þetta í nokkra daga og þetta versnar og versnar, get ég gert eithvað í þessu?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina, það er erfitt að meta, án þess að skoða þig, hvað er að hrjá þig.  Ég myndi ráðleggja þér að ræða við mömmu þína aftur ef þetta lagast ekki næstu daga og þá mögulega láta heimilislækni fara yfir þetta hjá þér.

Gangi þér vel