Milliblæðingar

hæhæ ég er nýbyrjuð á pillunni yasminelle og er búin að vera a milliblæðingum í meira en 2 vikur og hef ekki misst af degi af spjaldinu! er það eðlilegt? Það eru nokkrir dagar sem ég hef verið það útblásin að það sé eins og ég sé ólétt og stundum verð ég aum í brjóstunum líka. Hvað get ég gert við þessu því þetta er frekar pirrandi?

Takk takk

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Milliblæðingar geta verið alveg meinlausar og eru tiltölulega algengar fyrstu 3 mánuðina sem þú byrjar á pillunni en geta líka verið merki um þungun, kynsjúkdóm eða að þú þurfir að skipta um pillutegund. Þú skalt halda áfram að taka pilluna samkvæmt leiðbeiningum en ef þetta heldur áfram skaltu tala við lækninn þinn. Hvort þú ferð til heimilislæknis eða kvensjúkdómalæknis verður þú svolítið að velja sjálf eftir efnum og aðstæðum en það gæti verið gott að leita til þess læknis sem skrifaði upp á pilluna fyrir þig í upphafi.

Gangi þér vel