Mikill verkur í hálsi

Sæl/Sæll

Undanfarna daga hef ég verið með mjög mikla verki hægra megin í hálsinum upp í eyra. Ég er mjög bólgin hægra megin á hálsinum og svæðið er mjög aumt viðkomu bæði hægra megin og um miðjan háls. Er þetta eitthvað til að hafa áhygjur af?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Hér er líklega um bólgu í eitli eða eitlum á hálsi að ræða en eitlastækkanir á hálsi eru algengar og tengjast oftast efri loftvegasýkingum eða einhverri annarri sýkingu eins og t.d tannsýkingu. Ég ráðlegg þér að panta tíma hjá heimilislækni og ráðfæra þig við hann.

Gangi þér vel