Mikill roði neðan í iljum.

Góðan dag.
Ég er búin að vera lasin af og til í mánaðartíma, kvef,hósti og beinverkir.
Nú bættust við verkir í fótum, þ.e.a.s. iljum og einkum eins og þær logi. Iljarnar eru með roða sem annars er ekki. Þetta hefur hrellt mig af og til í gegnum árin, en hef ekki tengt það neinu. Ég á almennt erfitt með að vera lengi í lokuðum skóm, er mjög fótheit. Það fylgir þessu ekki þessi almenni fótapirringur (hann þekki ég frá fyrri tíð) heldur óþol vegna hitans sem er í iljunum.
Hef spurt lækna í gegnum árin en aldrei fengið nein svör, því miður.
Beztu kveðjur,

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Ég ráðlegg þér að leita aftur með þessi einkenni til læknis og fá betri skoðun á því hvað hér getur verið á ferðinni því þetta geta verið einkenni um  sjúkdóma sem þú þyrftir að fá greiningu og meðferð á. Það er ólíklegt að þetta tengist flensu og kvef einkennum en þó ekki útilokað.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur