Mikil vanlíðan eftir fíkniefnafikt

Góðan daginn

Seinast liðinn Desember þá var ég að skemmta mér, í miklu ölæði og kæruleysi tek ég inn kókaín. Ég á ekki við fíkniefnavandamál að stríða, þetta var bara eitthvað fikt. En afleiðingarnar eru þær að ég upplifi króniskt kvíðakast (ofsakvíðakast) upp á hvern einasta dag í 3 vikur eftir á. Með tímanum byrjar ofsakvíðinn að hjaðna, en eftir situr þunglyndi, kvíði, eirðarleysi ofl. Nú eru liðnir 4 mánuðir og ekki hafa málin lagast. Er farinn að upplifa stöðuga togstreitu í höfðinu. Ég virðist ekki geta notið mín vegna eitthvers sem er að angra mig í höfðinu. Þetta lýsir sér þannig að ég er með óþæginlega tilfinningu í höfðinu stöðugt, eins og þetta sé eitthvað líkamlegt frekar en andlegt. Ég er með þessa tilfiningu alla daga, allan daginn. Kvíðinn kemur oft upp þegar ég fer að hugsa um mitt ástand, eins og ég sé fastur í slæmum draum. Ég er mjög ráðalaus og veit ekki hvert ég á að leita
Hvað getur verið að og hvað get ég gert ?

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Þú getur leitað til heimilislæknis, sálfræðings eða jafnvel haft samband við SÁÁ, þar eru jú sérfræðingarnir samankomnir og geta mögulega upplýst þig betur um hverju þú megir búast við og hvernig best sé að snúa sér þó svo að þú sért ekki endilega að fara þangað í meðferð. Það er hægt að panta viðtal hjá ráðgjafa eða tala við þau í síma 530-7600, sjá nánar hér