Mikil útferð

Sæl,

Ég er 18 ára.
Ég hef núna verið með mikla útferð í nokkra mánuði. Hún er hvít og þunn og í miklu magni. Engin óþægindi fylgja eins og kláði, sviði eða vond lykt. Mjög þunnur og lyktarlaus „vökvi“.

Nú hefur þetta verið svona í langan tíma og ég velti því fyrir mér hvað gæti verið í gangi og hvort þetta sé eðlilegt eða eitthvað sem ég ætti að láta kíkja á?

 

Sæl og blessuð og takk fyrir fyrirspurnina.

Flestar konur á barneignaaldri eru með einhverja útferð nær daglega en lyktin og magnið er mismunandi eftir konum. Eðlileg útferð viðheldur raka í leggöngunum, heldur þeim hreinum og veitir vörn gegn sýkingum. Útferð er talin óeðlilegt þegar hún breytir um lit, verður græn/brúnleit, illa lyktandi og veldur óþægindum, kláða eða sársauka. Ég vil benda þér á ítarlega og góða grein um efnið á vefnum okkar.

https://doktor.frettabladid.is/sjukdomur/utferd

Gangi þér vel