Mikil þreyta

Ég er 32 ára kona, ég hef í langan tíma þjáðst af mikilli þreytu. Ég má varla halla mér aftur án þess að sofna, ég sofna í vinnu, í skóla og hvar sem er. Ég hef lent í vandræðum með akstur þar sem ég finna að einbeiting er ekki til staðar og augun hreinlega vilja lokast. Ég sef vel fer að sofa um kl 24 og vakna kl 8, ég er reyndar atvinnulaus en er að sinna heimilinu allan daginn hvort sem það er að þrífa, þvo þvott eða útréttast um bæinn þannig að ég er nokkuð aktív dags daglega.
Ég heyrði svo frá vinkonu að mamma hennar átti við sama vandamál að stríða þ.e. þreyta, löngun í klaka, hárlos o.fl. sem ég hef einnig tengt við mig. Henni var sagt að hún þjáðist af járnskorti. Getur þetta flokkast undir það? Hvert á ég að leita og hvað á ég að biðja um að sé skoðað?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

það er erfitt að átta sig á hvað getur verið að valda þessari miklu þreytu hjá þér.  Margir þættir geta haft áhrif þar á bæði líkamlegir og andlegir.  Það er hægt að sjá járnskort og fleira í blóðprufum og það væri örugglega farsælast fyrir þig að panta tíma hjá þínum heimilislækni og fara yfir málin.

Gangi þér vel