Metoporoli Ratiopharm 23,75 mg forðatöflur

Mér verður óglatt þegar ég tek þessar töflur
Gott væri að vita hvort þetta eru ofnæmisviðbrögð

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Ógleði þekkt aukaverkun af þessu lyfi en er stundum bara fyrst og svo kemst fólk yfir það. Haldi þetta hins vegar áfram svona að þá þarf kannski bara að skoða hvort að annað lyf henti betur fyrir þig. Sértu nýbyrjuð að taka lyfið og einkenni þolanleg að þá þarf stundum bara smá tíma og einkenni geta horfið án aðgerða. Prufaðu að borða eitthvað með lyfinu sem er gott fyrir magann eins og t.d. ab-mjólk.

Gangi þér/ykkur vel.

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur