Meltingarvandi

Góðan dag,

Er hægt að koma með fyrirspurnir varðandi heilsufarsmál hjá ykkur? Og ef ekki, ætli sé til einhver annar vettvangur þar sem almenningur getur komið með slíkar fyrirspurnir?

Læt hér fljóta með um hvað mitt mál snýst: Það hafa verið eilíf maga- og meltingaróþægindi í meira en ár. Verkir, mikill vindgangur sífellt og eilífðar niðurgangur. Ég er með aðeins úttútnun á nafla, en þó hefur læknir ekki talið ástæðu til að aðhafast varðandi kviðslit. Þá var ég sendur í magaspeglun, ristilspeglun og segulómun á kvið æi desember 2016 (nákvæmari myndgreiningum var synjað). Útkoman var þokkaleg og skýrði ekki óþægindin langvinnu. Getgátur hafa verið um kvíða sem orsök, en ég er ekki trúaður á það. Gefnir hafa verið meltingargerlar sem litlu breyta. Ég hef lesið um að einhver taugafræðileg truflun geti hugsast sem orsök, en veit annars ekkert svo sem, nema það að eitthvað er að augljóslega, en ég er strand í málinu og fæ ekkert út úr þeim læknum sem málið þekkja.

Getur doktor.is eitthvað ráðlagt eða gefið komment?

Með vinsemd og virðingu,

 

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Þar sem ekkert hefur komið út úr rannsóknum sem þú hefur farið í gætu þessi einkenni skýrst af  einhvers konar matar-eða snefilefnaóþoli. Þú gætir rætt við annan meltingarlækni til að fá annað álit eins  gæti það borgað sig fyrir þig að ræða við næringarráðgjafa  sem hjálpar þér að finna út hvort það séu einhverjar fæðutegundir sem borgar sig fyrir þig að sneiða hjá. Matthildur Þorláksdóttir náttúrulæknir hefur hjálpað mörgum að stýra matarræði sínu svo einkenni frá meltingarvegi minnki.

 

Gangi þér vel