Meltingartruflanir á túr

hæhæ,

Mig langaði til þess að athuga hér áður en ég fer með þetta eitthvað lengra.

Í vikunni sem ég er að byrja á túr fer meltingin mín í kerfi og oftar en ekki er ég með í maganum (sem sagt eiginlega bara niðurgang) allan tíman sem að túrinn stendur en svo hættir þetta um leið og ég klára.
Ég hef ekki farið til læknis og látið athuga þetta og sé ekkert um þetta á síðunni hér hjá ykkur en er þetta eðlilegt ?

Fyrirfram þakkir <3

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er ekki  óalgengt að fá væg einkenni frá kviðarholi og meltingu í kringum tíðir.  Fyrir egglos þykknar legslímhúðin  og fylgja því einkenni með bjúgsöfnun,auknu kviðmáli og krampar í kviðarholi sem koma frá leginu. Vegna hormónaáhrifa getur þú einnig fengið væga hægðatregðu við egglos eða tveimur dögum eftir egglos. Við blæðingar slakar svo aftur á sléttum vöðvum og því fylgir þá niðurgangur.

Til að draga úr einkennum er mælt með hollu mataræði með mikið að náttúrulegum trefjum og mikið á ávöxtum og grænu grænmeti. Ef verkir eru slæmir hjálpar það mörgum að vera á getnaðarvarnapillunni.

Gangi þér vel.

Guðrún Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur