Melting

Ég hef lesið að leiðin að heilbrigðum líkama sé í gegnum meltingarfræin. Hver er besta leiðin til þess að vera með sem heilbrigðust meltingarfæri?

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina

Þetta er stór spurning og ekki hægt að svara henni með einföldum hætti.

Hollt og fjölbreytt mataræði, að borða reglulega og regluleg starfssemi á ristli eru lykilþættir.

Hins vegar er það svo að  það sem einn þolir vel þolir annar illa og þess vegna ekki hægt að gefa út eina grunnlínu sem öllum hentar, enda væru meltingarvandamál þá líklega alfarið úr sögunni.

Fjölbreytt mataræði innifelur að borða úr öllum fæðuflokkum en þó er sívaxandi fjöldi fólks sem telur sig til dæmis ekki þola mjólkurvörur eða hveiti.  Svo kallað miðjarðarhafsmataræði virðast flestir þó vera sammála um að gagnist vel.

Hægðatregða og vandamál tengd eðlilegri starfssemi ristilsins er gamalþekkt og ótrúlega algengt og fylgifiskar svo sem gyllinæð einnig

Ekki má gleyma gildi hreyfingar í þessu samhengi, svo það er að mörgu að hyggja

Gangi þér  vel