Meðferð við flökkuvörtum

Góðan daginn,

Hér á heimasíðu ykkar er yfirlit yfir helstu smitsjúkdóma barna. Þar má sjá að smithætta flökkuvarta sé þar til meðferð sé hafin. Í grein ykkar um flökkuvörtur er aðeins talað um meðferð á stórum flökkuvörtum sem eru á svæðum þar sem þær valda sjúklingnum óþægindum og er hægt að frysta af eða skafa af í staðdeyfingu.

Nú langar mig að forvitnast hvernig ég stöðva útbreiðslu þessara flökkuvarta Hver er þessi meðferð sem kemur í veg fyrir smithættu? Höfum talað við tvo lækna sem ekkert vilja gera því þetta fer af sjálfu sér eftir 1-2 ár.

Höfum prófað límband og Tea-Tree olíu að læknisráði. Fótagaldur frá Villimey og allskonar náttúrukrem sem við höfum heyrt um en ekkert virðist ætla að ná niðurlögum þessara flökkuvarta.

Takk fyrir,

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

 

Flökkuvörtur eða molluscum er hvimleitt vandamál og lítil meðferð við.  Eins og þínir læknar hafa bent á er yfirleitt ekkert gert og vörtur hverfa af sjálfu sér.  Það er engin trygging að vörturnar komi ekki aftur þó rifið sé ofan af þeim.  Til eru lyf eða áburður með salicylissýru,tretinoin,adapalene eða tazarotene sem hafa verið notuð gegn flökkuvörtum en þau skila ekki alltaf árangri. Best er fyrir þig að leyta til húðsjúkdómalæknis og fá hans skoðun hvort sú meðferð henti þér.

 

Gangi þér vel