Matarræði á næturvöktum.

Góðan dag. Mig langar til að vita hvort þið gætuð leiðbeint mér í sambandi við matarræði. Ég vinn mikið á næturvöktum. Vinn 7 nætur í einu. Ég byrjaði að vinna svona sl. sumar. Síðan hef ég þyngst um 5 kg. Mér finnst ég ekki borða meira, en ég borða mjög óreglulega. Ég 63 ára og er 170 á hæð og 85 kg. Var of þung og það versnar bara. Ég er samt frekar dugleg við að hreyfa mig, er mkið í göngum. Er einhver ráð sem þið getið bent mér á? Ég er ekki svöng á daginn þegar ég er á næturvöktum, frekar á kvöldin áður en ég fer að vinna. Hvernig og hvenær er best fyrir mig að borða? Með kærri kveðju og þakkæti. Steinunn M. Steinars.

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er þekkt að næturvinnu fylgja ákveðnir áhættuþættir eins og svefntruflanir,meltingatruflanir,offita og hjartasjúkdomar. Svefn hefur áhrif á framleiðslu margra hormóna líkamans og meðal þeirra eru hormormónar sem stjórna matarlyst,efnaskiptum á m.a. fitu og kolvetnum og uppbyggingu vöðva. Skortur á svefni truflar jafnvægi þessara hormóna sem leiðir m.a. til aukinnar matarlystar,skilboð berast til heila að þú sért enn svöng þó þú sért búin að fá nóg,aukin fíkn  í kolvetni og fitu,minnkuð brennsla og aukin fitusöfnun. Auk þess sýna rannsóknir að orkubrennsla er minni hjá vaktavinnufólki en dagvinnufóli. Það er því bæði minnkuð brennsla og aukin matarlyst sem veldur þungdaraukningu hjá vakatavinnufólki

Það er því enn mikilvægara fyrir vaktavinnufólk að halda sig við hollan kost en dagvinnufólk. Það þarf  að skilja breytingar á hormónajafnvægi líkamans á nóttunni og að þau skilaboð sem heilinn sendir  að þú sért svöng eru ekki byggð á réttu mati. Best er að vera búin að skipleggja það sem þú ætlar að borða fyrirfram og halda þig við það. Eins er enn meiri ástæða til að stunda heilsurækt,helst daglega því bæði eykur það brennslu og rannsóknir sýna að það hjálpar fólki að halda vöku sinni á næturvöktum og minnka matarfreistingar til að halda sér vakandi. Borðaðu reglulega yfir nóttina,ekkert þungt eftir kl 03,haltu þig við hollt snakk yfir nóttina t.d. hnetur og ekki borða rétt áður en þú sofnar þegar heim kemur. Gott að hafa síðustu máltíð fyrir svefn um einum,tveimur tímum fyrir vaktalok og þá eitthvað létt.

 

Gangi þér vel