Marblettir

Ég er alltaf með marbletti á löppunum og handleggjum en hef ekki fengið neitt högg á mig.
Stundum fæ ég risastóra marbletti eftir að hafa verið í ræktinni, fékk einn upp allt lærið og annann yfir aðra rasskinnina.
Hvað gæti valdið þessu ?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Tilhneyging til þess að fá marbletti eftir lítið högg er oft ættgeng og það er algengara hjá konum að merjast auðveldlega heldur en körlum. Oftast er þetta skaðlaust.

Ef þér finnst þetta vera að aukast eða að marblettirnir eru lengur en mánuð að hverfa getur  verið ráðlegt að heyra í lækni og ganga úr skugga um hvort mögulega sé um að ræða skort á B12 vítamíni, C vítamíni, Fólínsýru  eða eitthvað annað sem sé að valda þessu.

Gangi þér vel