magnolia Officinalis

Góðan dag!
Mig langar að fá að vita hvort magnolia officinalis sé óhætt að taka inn þegar maður er á blóðþrýstingslyfi?
Kv. Sigríður þóra Ólafsdóttir

 

Sæl.

Helstu frábendingar við að nota magnolia officinalis með öðrum lyfjum er notkun á róandi lyfjum eða svefnlyfjum en magnolia officinalis getur valdið syfju og aukið því áhrif róandi lyfjanna. Aðrar sterkar frábendingar virðast ekki hafa komið fram. Annars skal alltaf ráðfæra sig við þann lækni sem skrifar út lyfin og þekkir sögu manns áður en tekin eru önnur hjályf.  Eins eiga lyfjafræðingar í apótekum að hafa yfirlit yfir milliverkanir lyfja og náttúrulyfja sem þeir eru að selja.

Gangi þér vel