Magavesen hjá 8 ára dóttur minni

Góðan daginn

Mig langar að spyrja hvað hægt er að gera í sambandi við dóttur mína.

Þetta er langvarandi og búið að vera síðan hún var ca 3 ára. Þegar hún prumpar þá kemur svo hræðileg lykt, mjög úldin, en hún á ekki í vandræðum með hægðir lengur, Einu sinni var það mjög erfitt hjá henni að losa hægðir. Þetta er farið að valda leiðindum hjá henni í skólanum , en auðvitað ræður hún ekkert við sig og leysir vind eins og allir en kannski frekar oft og í kjölfarið fylgir leiðindalykt. Hún er ekki með ofnæmi fyrir neinu.

Með von um svör

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Þetta hvimleiða vandamál fylgir einmitt gjarnan þeim sem eiga í hægðavanda svo það er fyrsta skrefið að koma þeim í lag eins og þið eruð búnar að gera. Næst er að reyna að finna út hvort hún verður verri ef hún borðar ákveðnar fæðutegundir. Þar eru ýmsir sökudólgar mögulegir, laukur, kál, vínber, baunir,  ger, hveiti og mjólkurvörur svo eitthvað sé nefnt.

Þú getur lesið þér betur til hér  og svo er örugglega gott að fá aðstoð næringarfræðings með framhaldið

Gangi þér vel