magaveiki

Er hægt að taka ofnæmispróf til að finna út ofnæmi ?
Ég er þannig að ég fæ verk í magann af dökku súkkulaði, langar að athuga hvort það reynist rétt eða hvort það sé eitthvað annað sem ég borða sem fer svona í mig.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Ef þú tengir þín óþægindi við dökkt súkkulaði eingöngu og enga aðra fæðutegund er líklegt að eitthvað í súkkulaðinu sé orsakavaldurinn. Það er ekki víst að um ofnæmi sé að ræða heldur getur verið að þetta sé óþol sem þá kemur ekki fram á ofnæmisprófi. Mitt ráð til þín er því að sleppa því að borða dökkt súkkulaði ef þér verður illt af því. Ef þig grunar að eitthvað fleira í fæðunni eða umhverfinu sé að valda þér einkennum ættir þú að panta þér tíma hjá ofnæmislækni til að fara yfir málin.

Gangi þér vel