Magavandamál ?

Góðan dag

Ég er búin að vera mjög skrítin í maganum undanfarið og aldrei fundið fyrir svona óþægindum áður.
Ég sem sagt er rosalega uppþembd og líður eins og maginn á mér sé tvöfaldur að stærð og sýnist hann líka meira útblásinn og ég virka þykkari, finnst líka eins og ég sé alltaf södd og svona þung í magann. Það er líka oft hávaði í meltingarfærunum á mér svona eins og eitthvað loft að færast til. Uppþembu tilfinningin er frekar neðarlega á maganum.

Ég er búin að googla fullt og hræða mig með fullt af mögulegum vandamálum sem geta valdið þessum „einkennum“

Ég er búin að vera svona núna í allavega 2 vikur ef ekki meira, ég geri mér ekki alveg grein fyrir hvenær þetta byrjaði þar sem ég var svo mikið að reyna telja mér trú um að ég væri bara að ímynda mér þetta og það væri ekkert „að“ mér
Þegar ég var á blæðingum þar síðast þá byrjaði ég seint og það kom fyrst bara brúnt en svo kom smá blóð í 3 daga eða eitthvað en vanalega blæðir ekki mikið hjá mér en byrjar samt yfirleitt alltaf stundvíslega á sunnudegi/mánudegi en þarna byrjaði ég ekki að sjá blóð fyrr en á þriðjudegi/miðvikudegi minnir mig og byrjaði svona brúnt sem ég er vön að sjá í lokin frekar, var líka búin að vera eitthvað andlaus og þreytt á æfingum, fór í heilsufarsmælingu og var aðeins of há í efri mörkum í blóðþrýsting, svimaði svo einu sinni á æfingu á þessu tímabili og þá hafði ég áhyggjur af því að ég gæti verið ólétt og gerði mér örugglega upp magaóþægindi fyrir vikið en ég tók próf á miðvikudeginum og svo aftur viku seinna bæði neikvæð. Svo var ég aftur á blæðingum í síðustu viku og þá kom alveg mikið blóð og meira en ég er vön svo ég hafði ekki miklar áhyggjur af óléttu en samt ennþá óþægilegt í maganum. Ég tók svo aftur 2 próf í gær og bæði neikvæð.
Ég fór í tannaðgerð fyrir 3 vikum þar sem voru skornar úr mér nokkrar tennur og fékk sterk verkjalyf eftir það, bæði parkodín forte og einhverja bólguhamlandi stera sem ég hef hvorugt tekið áður. Velti fyrir mér hvort það geti haft einhver áhrif á meltinguna mína og þá i svona langan tíma?
En í kjölfarið af þeirra aðgerð þá missti svolítið niður hollt mataræði og hreyfingu í ca 3 vikur við það og var búin að vera svona lélegri að sinna því ca 2 vikur þar á undan en ég er yfirleitt (og ég hreinlega man ekki hvort ég var farin að finna fyrir maganum eitthvað þá) svo ég hafði trú á því að ég væri bara búin að fitna svona en ég er búin að grennast svolítið síðan í vor og var að mæla mig mjög reglulega en þori alls ekki að mæla ummálið á maganum á mér miðað við hvað það var við síðustu mælingu en ég hafði það af að stíga á vigtina fyrst í dag og er ekki nema um 1 kg þyngri en ég var léttust í lok sept/ byrjun okt en hef líklega misst svolítinn vöðvamassa.
Ég er mjög heilsuhraut annars og í góðu líkamlegu formi og hreyfi mig 3-8x í viku, minna núna eftir að mér er búið að líða svona óþægilega. Mataræðið mitt hefur ekki breyst neitt gróflega uppá síðkastið en hef þó leyft mér aðeins meiri óhollustu en síðustu 3 mán á undan en ekkert sem ég hef samt ekki borðað áður.

En nú er ég búin að gúgla helling og hálf greina mig með hitt og þetta
en það er alltaf talað um að leita til læknis við verstu einkenni og ég mér er ekkert illt en mér finnst ég full af lofti og oftast nær finnst mér létta aðeins á þessu ef ég næ að losa eitthvað loft eða hægðir, ég er verst á kvöldin og skárst á morgnanna finnst mér ..

Ég er búin að kaupa mér progastro og hef verið að taka það nánast daglega (gleymi stundum) í mánuð, virðist ekki hafa mikið um þessi óþægindi að segja

Ég las auðvitað að einkenni um óléttu gæti verið uppþemba og fullt af hræðslusögum um að stelpur hafi verið óléttar og alltaf farið á blæðingar og aldrei fengið jákvætt á þungunarprófi osfrv þannig ég veit ekki hvort það sé einhver möguleiki það sé að hrjá mig??
Er hægt að staðfesta að svo sé ekki með öðrum leiðum?

Ég las svo um magasár og möguleg einkenni gætu verið uppþemba, þyngsli í maga og verða fljótt saddur og bólgueyðandi lyf gætu haft slæm áhrif (sem ég var að taka eftir tannaðgerðina) en önnur einkenni upplifi eg ekki af upptalningunni sem ég sá hér á síðunni.

Sá líka eitthvað um ristilkrampa á netinu : „Krampakenndir verkir, öðru hvoru megin, neðarlega í kviðarholi. Verkir eru betri við hægðir og verri við að borða. Uppþemba og vindgangur. Breytilegur verkur. Slím í hægðum, niðurgangur eða hægðatregða. Tengist tilfinningum og skapi.“

Hef einmitt líka velt fyrir mér að þetta sé útaf einhverju stressi/kvíða og ég sé að „búa þetta til“ en ég hef aldrei verið þannig og finnst ég allra síst vera það núna. Fyrir utan kannski smá stress haldandi að ég gæti verið ólétt.

Ég er svo hrædd við að fara til læknis er búin að panta mér tíma 3x og hætta við þar sem allt sem ég les a netinu virðist ekki mæla með að leita ráðlegginga læknis nema það fylgi uppköst, blóðugar hægðir, miklir verkir eða þess háttar alvarleg einkenni.
Ég er ekki með neinn heimilislækni og fer aldrei til læknis og því frekar smeyk við þetta þar sem mér finnst ég alltaf heyra ef það er ekki eitthvað sjáanlegt að þá er fólk hvort sem er bara sent heim og sagt að hvíla sig.

Hvað ætti ég að gera? Eru einhverjar líkur á að það sé eitthvað að mér í alvörunni miðað við þessar lýsingar? Myndi einhver læknir skoða það eitthvað frekar og hvað ætti hann svo sem að geta gert annað en að horfa á magann á mér?
Eru einhverjar líkur á því að ég gæti verið ólétt? Ætti ég að láta athuga það nánar? Hvernig ?
Gæti þetta tengst tannaðgerðinni og verkjalyfjunum sem ég var á þá?

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Mér þykir þetta mjög líklega vera einhvers konar meltingartruflun. Parkodin forte getur valdið hægðatregðu svo það gæti verið ein skýringin á þessum einkennum.  Hægðatregða veldur einmitt svona uppþembu tilfinningu til dæmis. Breyting á fæðuvenjum og skortur á hreyfingu hefur einnig áhrif á meltinguna sem getur leitt til hægðatregðu, svo þetta allt spilar ekki vel saman.

ÉG mæli með fyrir þig að ef þú ert ekki hætt að taka Parkodin Forte að hætta því. Auk þess mæli ég með að þú farir að borða hollt fæði aftur og trefjaríkt og drekka vel af vökva með. Svo væri sniðugt fyrir þig að fara að hreyfa þig reglulega aftur, því það hefur góð áhrif á líkamann og getur komið hægðunum af stað.

Gæti verið sniðugt fyrir þig að prufa að taka HUSK trefjar, þær fast bæði í duft formi og hylkjum. Muna bara að drekka mjög vel með!

Ef þetta breytir engu eftir viku mæli eg með því að þú pantir þér tíma í þinni heilsugæslu og hittir lækni.

 

Gangi þér vel með þetta.