magavandamál

ég er endalaust útþanin og magin sífur viðkomu ég hef þurft að kaupa stærri föt en hef samt lést í kílóum ég borða minna en áður en er samt alltaf full saddur og stundum eftir salernisferðir liktar allt einsog úldið kjalvatn úr gömlum trébát
þetta er líka verulega óþægilekt það er að segja hreinlega sárt

hvað getur þetta verið ?

Sæl/l og  takk fyrir fyrirspurnina

Það er erfitt að segja nákvæmlega til um hvað er angra þig án þess að skoða þig en greinilega eitthvað tengt meltingunni. Þetta gæti verið ofnæmi eða óþol fyrir einhverri fæðutegund. Laktósu-, í mjólkurvörum og sykuróþol, er þekkt mataróþol sem margir glíma við og fylgir því mikil loftmyndun þegar þarmarnir eiga erfitt með að brjóta niður þessi efni. Sumir hafa einnig óþol fyrir ákveðnu grænmeti.  Best er að kortleggja matseðilinn sinn, taka út mjólkurmat um tíma og síðan sykur og sjá hvort einvher breyting verður á.  Annars ráðlegg ég þér að leita til meltingalæknis með þetta vandamál.

Gangi þér vel