Magarvandarmál

Hæ ég er með frekar mikill magavandamál ég fór í magaspeglun í fyrra og þá kom í ljós að ég er með bakflæði og þyngdar slit læknirinn gaf mér tvær gerðir af töflu sem heita : senakot og pariet en hætti að taka senakot aþvi ég fékk svo mikinn magakramba.ég get ekki borða snemma á morgnana t.d áður en ég fer í skólan aþvi þá fæ ég svo mikinn magakramba, samt er ég alltaf rosalega svöng áður en ég fer í skólan það skiptir eingu máli hvað ég borða maginn þolir það ekki . Mamma mín og bróðir minn er lika með bakflæði og þyngdarslit.

 

Sæl/l

Þessi lyf sem þú ert á ættu að geta hjálpað þér.  Pariet dregur úr myndun magasýru. Það er notað við sársjúkdómi í maga og skeifugörn og bólgu í vélinda vegna bakflæðis magasýru.  Senakot örvar hreyfingar þarma og flýtir fyrir því að þarmar tæmast.

Ef einkenni þín eru ekki að lagast við þessa lyfjagjöf ættir þú að hitta þinn lækni aftur og fara yfir málin.

Gangi þér vel