Magakrampi

Góðann daginn, ég fæ mjög reglulega magakrampa, ég get voðalega lítið borðað án þess að fá verki í magann.

Ég er 18 ára.

Hafið þið eitthverjar ráðleggingar?

Þakka þér fyrirspurnina,

Magakrampar geta verið af mörgum orsökum, en ef þeir eru reglubundnir og sérstaklega ef þeir eru bundnir við hægðatruflanir og vindgang, getur verið mikilvægt að greina á milli Iðraólgu https://doktor.frettabladid.is/sjukdomur/ristilkrampar og bólgusjúkdóma í ristli sem geta líka valdið slíkum einkennum sbr. Crohn https://doktor.frettabladid.is/sjukdomur/crohn%C2%B4s svo dæmi sé tekið. Þá geta ýmis ofnæmi og óþol valdið magaóþægindum. Best er að leita læknis og fá úr því skorið hvað veldur.

Gangi þér vel