Magakrampar

Ég er farin að fá magakrampa núnna upp á síðkastið. Þegar ég fæ þá get ég varla staðið út af sársauka, en hann stendur bara yfir í stutta stund(2-5mín) en ég fæ þá samt altaf aftur og aftur það líður svina 5-10mín á milli. Verkurinn er svona eins og pílur í maganum.
Hvað getur þetta verið?

Þakka þér fyrirspurnina;

Ef þetta eru skyndilegir verkir og krampar sem hafa ekki komið áður þá er mögulegt að slík enkenni geti stafað af gallsteinakasti, nýrnasteinakasti, brisbólgum og ýmsu fleira. Ef þetta hefur verið um nokkurt skeið og þú tengir þetta við mataræði og það eru fleiri einkenni eins og vindgangur, uppþemba, ropi og jafnvel ógleði er mögulegt að þetta sé iðraólga. Það er þó mikilvægt að greina á milli iðraólgu og bólgusjúkdóma í ristli og því ráðlagt að fá álit meltingarlæknis

Gangi þér vel