Magabandaðgerð.

Góðan dag gott fólk.

Ég verð 69 ára á þessu ári og er hættur að vinna. Hef átt við offitu að stríða frá 20 ára aldri  og eins og margir tekið mig á og létt mig um 10-30 kg. Ég náði þeim árangri að létta mig úr 118 kg í 83 kg  og tók það eitt ár. Fór á NLFE í Hveragerði og var undir eftirliti hjá þeim. Ég greindist með sykursýki 2 og er á lyfjum síðan. Einnig er ég með meðhöndlaðan háþrýsting og á við geðraskanir að stríða síðan  og er undir reglulegu eftirliti  við öllum þessum sjúkdómum og fylgir þessu mikil lyfjakaup.Er ég orðinn of gamall til að fara í svona aðgerð og hafa þetta fullorðnir  menn farið í svoa aðgerð.

Hlakka til að heyra frá ykkur.

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Upplýsingar um magabandsaðgerð færð þú  til dæmis með því að smella hér og eins mæli ég með því að þú ráðfært þig við þinn lækni um það hvort slík aðgerð henti þér með tilliti til þinnar sjúkdómasögu.

Gangi þér vel