mænustunga

fyrir um það bil ári fór ég í aðgerð og það var sett í mig mænustungu og þurfti nokkrar stungur þangað til að fundið var rétta staðinn til að stinga. Þegar kom að því að taka nálina út var hún svo föst að það þurfti auka lækni og hjúkrunarfræðing til þess að ná henni út og var það ekki þægilegt. fyrstu vikurnar eftir aðgerðina fann ég nokkuð mikið til í mænustungunni enn þá eða réttara sagt þar sem hún var og inn á milli koma dagar þegar ég finn ofsa mikið til. Er þetta eðlilegt og hvað á að taka til ráðs?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Það er ekki eðlilegt að hafa óþægindi eftir mænustungu ári eftir að hún átti sér stað. Ég ráðlegg þér að próf að nota heita og kalda bakstra til skiptis á svæðið þar sem eymslin eru mest. Það ætti að auka blóðflæðið til vefjanna og minnka bólgur. Ef einkenni minnka ekki við þessa meðferð skaltu fara til læknis og fá mat og skoðun á þvi hvað er að valda þér þessum óþægindum. Læknirinn ætti líka að geta metið með þér hvort þessi einkenni tengist á einhvern hátt mænustunginni fyrir ári síðan eða hvort hér er eitthvað allt annað á ferðinni.

Gangi þér vel