Mæðin og andstutt

Konan mín er andstutt og virðist safna bjúg.
Við erum stödd í USA. Er eitthvað sem hún gæti tekið við þessu þar til við komum heim ?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Ég myndi ráðleggja ykkur að fara til læknis. Bara það að hún sé andstutt og farin að safna bjúg getur þýtt að það sé eitthvað álag á hjartanu og til að minnka bjúg þarf að fá þvagræsilyf. Þetta þarf samt að gera að vel athuguðu máli, finna ástæðuna, hvers vegna er hún andstutt og vinna svo með einkennin út frá því.

Gangi ykkur vel.

Thelma Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur