Má ekki fá zyban

Afhverju vill geðlæknirinn minn ekki skrifa fyrir mig zyban? Ég er með bipolar 1

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.

Zyban er ætlað sem stuðningsmeðferð, til að aðstoða fólk við að hætta að reykja. Einstaklingar með sögu um geðhvarfasýki (bipolar) eiga ekki að nota Zyban vegna þess að það getur valdið geðhæðarlotu (maníu) á meðan sjúklingarnir eru í geðlægð.

Endilega hafðu samband við þinn lækni ef þú þarft aðstoð við að hætta að reykja eða hefur frekari spurningar varðandi lyfjameðferð fyrir bipolar I.

Gangi þér vel,

Auður Hávarsdóttir, hjúkrunarfræðingur