Lykt af getnaðarlim

Góðan daginn.

Ég ætlaði að forvitnast um eitt.

Ég er tvítug stelpa og er í sambandi með strák sem er einu ári eldri en ég.

Það er mjög algengt að það sé lykt af “vininum“ hans.. og það truflar mig töluvert þegar það kemur að kynlífi og forleik (það er ástæðan líka hvers vegna ég er ekkert sérlega hrifinn af því að fara niður á hann).

Ég hef reynt að benda honum á þetta en það er eins og hann virðist ekki finna þessa lykt eða er var við hana á einhvern hátt.

Þessi lykt er svolítið súr og hún er frekar vond. Hann fer alveg í sturtu og ég bendi honum á að nota skrúbb eða þvottapoka (sem hann gerir alveg) og þvo sér vel og vandlega þarna að neðan. Hann er alls ekki í of þröngum nærbuxum og í þokkabót eru þær úr bómullarefni og allar þær buxur sem hann á eru alls ekki þröngar.

Hvað get ég gert til þess að benda honum á þetta á heiðarlega vegu? og líka hvað er hægt að gera til þess að þessi lykt hætti að koma?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Ég ætla að benda þér á greinina Hvernig á að þrífa typpi?  sem birtist hér á doktor.is. Bentu kærastanum þínum á að lesa hana líka.

Gangi ykkur vel