Lyftingar og mataræði á meðgöngu

Góðan daginn. Hef séð margar fyrirspurnir um hreyfingu á meðgöngu, en sjálfri vantar mig ítarlegra svar. Ég er sjúk í að lyfta þungt og æfa fótbolta. Hef gert þetta um nokkurt skeið og æft fótbolta frá barnsaldri. Lyfti nú 4x í viku, hleyp 7-10km 1x í viku og fer á fótboltaæfingar 2x í viku. Er í lagi að æfa svo stíft í upphafi meðgöngu (og þegar lengra er á liðið)?
Matarræðið byggist á próteinríkum mat og fitusnauðu kjöti; fiskur og kjúlli, hafrar, mikið af grænmeti og ávextir, sætar kartöflur, skyr, vítamíninntaka (b, c, d og fjölvítamín og magnesíum), auka prótein í duftformi og mikil vatnsneysla (svona týpískt „fitness“-matarræði, um 1550 kcal á dag). Eru einhver vítamín sem ég ætti að sleppa/skipta út/auka neyslu á?
Ég er 21 árs, 69kg, heilsuhraust og mjög virk í daglegu lífi.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það er afar misjafnt hvað hentar hverri konu á meðgöngu og útilokað að birta ítarlegt svar sem á við þig án þess að hitta þig persónulega. Ég ráðlegg þér að ræða vel við ljósmóðurina þína um hvar hentar best fyrir þína heilsu og barnsins þíns.

Gangi þér vel