lyfið furix

vegna hvers er það

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Furix er hraðvirkt og kröftugt þvagræsilyf. Það er notað við bjúg (vökvasöfnun) vegna hjartabilunar, nýrnabilunar eða lifrarbilunar. Lyfið er einnig notað sem þáttur í lyfjameðferð við háum blóðþrýstingi sem stafar af verulega skertri nýrnastarfsemi. Virka efnið fúrósemíð veldur kalíumtapi sem getur leitt til kalíumskorts. Kalíumskortur eykur líkur á óreglulegum hjartslætti, sérstaklega hjá sjúklingum sem eru veilir fyrir hjarta. Til þess að fyrirbyggja kalíumskort er kalíum gefið með fúrósemíði. Læt fylgja með slóð á lyfja.is þar sem þú getur lesið meira um lyfið.

Gangi þér/ykkur vel.

https://www.lyfja.is/lyfjabokin/lyf/Furix

 

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.