Lyf við hvítblæði

Spurning:

Góðan dag.

Mig langar að spyrjast fyrir um lyf. Málið er að vinkona mín á 3 ára strák sem greindist með hvítblæði í nóvember og hana langar til að lesa um lyfin sem hann er að fá. Ég prófaði að leita að ERWINASE ASPARGINASE sem er eitt af lyfjunum sem hann er að taka og ég fann ekki neitt. Hvaða bók er best að kaupa í sambandi við hvítblæði?

Með bestu kveðjum.

Svar:

Það er sennilega auðveldast að leita á netinu en þá verður þú að passa að vera með rétt leitarorð svo að hún skili árangri. Gott er að skoða dagsetningar því að nýjustu síðurnar hafa nýjustu upplýsingarnar. Oftast er hægt að finna nýrri upplýsingar á netinu en í bókum.

Ég prófaði að gera tölvuleit á og hafði leitarorðið asparaginase. Þetta skilaði ágætum árangri. Nokkrar af efstu síðunum sem komu úr leitinni voru áhugaverðar. En jafnvel betri árangri skilaði leitin í með sama leitarorði.

Góðar og ítarlegar lyfjabækur geta kostað mikið. Ein slík er t.d. Martindale – The Complete Drug Reference, ætli hún kosti ekki nálægt 30 þúsundum. Í þessu tilviki væri gáfulegra að kaupa afmarkaðri bók, t.d. bara um krabbameinslyf eða bara um lyf við hvítblæði. Ég bendi á Bóksölu stúdenta og Mál og Menningu. Þessar bókaverslanir hafa ágætt úrval sérhæfðra bóka og geta pantað það sem uppá vantar. Svo fást líka flestar bækur á Amazon.com en þar færðu ekki persónulega ráðgjöf og þarft því að vita nákvæmlega hvað þú ætlar að kaupa.

Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur.