Lyf við bólum

Eg var að spá hversu gamall maður þarf að vera til þess að fara einn og fá lyf við bólum, vil ekki biðja mömmu að fara með mig þvi eg er hrædd um að hún segi nei og að þetta sé ekkert svo slæmt og þríf húðina mjög vel á hverjum degi. Þetta er ekkert hræðileg en sjálfstraustið mitt er svo miklu, miklu, miklu minna útaf þessu.
Svo það væri æðislegt ef þið gætuð gefið mer ráð við þessu 🙂

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Þú tekur reyndar ekki fram hvað þú ert gömul en ég mæli hiklaust með að þú ræðir málið við mömmu þína og útskýrir fyrir henni líðan þína. Lyfjameðferð við bólum er flókin og vandasöm og henni geta fylgt ákveðnar aukaverkanir auk þess sem hún er kostanðarsöm. Þú þarft líka að vera í góðu eftirliti hjá lækni á meðan meðferð stendur. Það er því á allan hátt betra fyrir þig að vera með foreldra þína með þér í þessari meðferð ef af henni verður.

Ég læt hér fylgja með ítarleg og góð ráð við bólum sem áður hafa birst í svari við fyrirspurn á doktor.is

Gangi þér vel