Lungnavandamál

Sæl verið þið hja doktor. Þætti vænt um að fa goð rað fra ykkur. Þannig er að eg reykti mikið i nokkra aratugi, en naði að hætta fyrir ca 6 arum . En tok eftir að eg varð fljott moður og andstuttur, nokkru seinna for eg svo i alsherjar skoðun i heilsugæslunni hamraborg og þar var eg greindur með asma.  Nu eg var latinn fa ventolin innuðalyf ,og seritide diskus, mer finnst þessi lyf ekki virka serlega vel, verð fljott moður og þreyttur, annars virðist þetta fara töluvert eftir veðrinu, þ eerfiðara að anda i köldu veðri , og lika ef það er alveg logn uti.  Svo er annað sem mig langar að fa svar við, það er þessi slimmyndun i lungunum, eg hef margoft tekið eftir þvi að þegar eg er buinn að hamast við að hosta ræskja mig og hrækja burt sliminu , þa er eg bara nokkuð goður það sem eftir er dagsins , og siðan fer sama ferlið i gang daginn eftir.  Og nu langar mig að spyrja ,, hvaða efni er þetta slim?,kanski einskonar gröftur? og i allri þessari tækni, og læknavisindum, sem er i dag ,er ekkert lyf til sem eyðir þessu slimi , og kanski kemur i veg

fyrir að það myndist?.               endilega gefið mer goð rað

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Þrátt fyrir að vera hættur að reykja ertu væntanlega ennþá að glíma við afleiðingar reykinganna.  Full ástæða er til að fara til læknis og þá helst lungnasérfræðings og láta athuga málið. Þetta gæti verið eitthvað sárameinlaust en gæti einnig verið t.d. lungnaþemba sem lýsir sér með mæði og hósta.

Gangi þér vel