Spurning:
Sæll.
Dóttir mín 12 mánaða er að taka inn lyfið Lunerin. Get ég fengið upplýsingar um lyfið, verkun og aukaverkun þess.
Með fyrirfram þökkum.
Svar:
Sæl.
Lunerin
MIXTÚRA; 1 ml inniheldur: Phenylpropanolaminum INN, klóríð 1,67 mg, Brompheniraminum INN, maleat, 0,4 mg, Aethanolum 6 mg, Sorbitolum 105 mg, rotvarnarefni, bragðefni og hjálparefni q.s., Aqua purificata ad 1 ml.
Ábendingar: Allergiskur og vasomotoriskur rhinitis. Lyfið er blanda af andhistamíni og adrenergu efni. Athugið: Varast ber að nota lyfið við venjulegu kvefi. Ofnotkun getur leitt til þurra slímhúða í nefi og koki, og þar með aukið næmi fyrir sýkingum.
Skammtar og lyfjagjöf:
Mixtúra: Börn 6 mánaða – 5 ára: 5-7,5 ml tvisvar til þrisvar sinnum á dag. Börn 6-10 ára: 10 ml tvisvar til þrisvar sinnum á dag.
Frábendingar: Gæta þarf sérstakrar varúðar, hafi sjúklingur kransæðasjúkdóm, hjartaöng, háþrýsting, ofstarfsemi skjaldkirtils eða sykursýki.
Milliverkanir: Varast ber að nota lyfið með efnum, sem blokka adrenergar taugar (guanetidín, betanidín). Lyfið skal ekki gefið samtímis MAO-hemjandi lyfjum.
Aukaverkanir: Sljóleiki getur komið fyrir. Gæta þarf varúðar við akstur vélknúinna ökutækja.
Kveðja,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur