lítill svefn og lítið borðað

halló , ég er að velta fyrir mér afhverju ég næ að sofa aðeins 4 klukkustundir á næturna og borða jabbsju 1500 kal á dag og samt stunda skóla 100% og vinnu , er eitthvað að mér

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Almenn svefnþörf líkamans til þess að hann nái að endurhlaða sig og uppfæra öll kerfi er 6-8 klst á sólarhring. Afar fáir einstaklingar komast upp með minni svefn til lengri tíma án þess að það bitni að lokum á heilsunni.

Þó að maður geti lagt mikið á sig í stuttan tíma, sérstaklega þegar maður er ungur þýðir ekki að það sé í lagi og allar líkur á að það hafi heilsufarslegar afleiðingar síðar meir.

Taktu ábyrgð á eigin heilsu, gættu vel að svefninum , borðaðu hollann og fjölbreyttan mat og takamarkaðu streitu og álag annars setur þú þig í hættu á kulnun og ofálagi.

þú getur lesið þér betur til um svefn HÉR

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur